Við undirbúning vefverkefna eru ýmis tól og tæki brúkleg. Hér bendi ég á nokkur þeirra.
Deila vinnuskjölum
Í undirbúningi vefverkefna er gott að geta deilt vinnuskjali á milli vefhönnuðar, vefstjóra, verkefnastjóra og forritara. Google Docs er bráðsniðugt í það, hægt er að deila skjali með auðveldum hætti milli þeirra sem eru með gmail netfang.
Annað tól sem gerir sambærilegt en ég hef ekki sjálfur reynslu af má finna hjá Etherpad.
Vefhönnun
Stórsniðuga augnabliksprófun (flash testing) á vefhönnun má finna hjá Clueapp.
Skipulag efnis
Á vefnum websort.net er hægt að framkvæma “remote card sorting” en þá hrúgarðu inn síðuheitum inn í gagnagrunn, sendir svo hlekk á þátttakendur og biður þá um að flokka efnið og síðan er það greint og niðurstöður kynntar í Excel skrá.
Wireframe tól
MockFlow er sniðugt til að gera wireframe og sömuleiðis Jumpchart.
Vefgreining
Í undirbúningi vefverkefna er nauðsynlegt að rýna vel í gögn um umferð á vefnum. Óhætt er að mæla með Google Analytics til þess arna.
Vefkannanir
Um gerð kannana á vefnum, sjá vef Jakobs Nielsen.
Survey Monkey er vinsælt kerfi til að setja upp vefkannanir. Skoðið einnig Questionform.