Fyrir um ári síðan fjallaði ég um þann vanda sem vefstjórar eiga í gagnvart miklum vexti í sölu snjallsíma og spjaldtölva. Á að fara í smíði sérstakra farsímavefja, búa til app / snjallsímaforrit eða veðja á skalanlega (responsive) vefi?

Á íslensku er ekki komin niðurstaða í hvað responsive vefir skuli nefnast en helst heyrir maður heiti eins og “snjall”, “sveigjanlegur” eða “skalanlegur”. Ég hallast að hinu síðastnefnda.

Fyrir mitt leyti er ég kominn að niðurstöðu. Allir nýir vefir í dag ættu að vera skalanlegir því hvort sem okkur líkar betur eða verr þá koma notendur inn á vefinn í stórauknum mæli með snjallsímum og spjaldtölvum. Og ef við mætum ekki þörfum þessa hóps þá erum við að gefa þeim viðskiptavinum langt nef.*

Óneitanlega erum við í ákveðnu millibilsástandi í dag. Sérstakir farsímavefir eru vel réttlætanlegir enn sem komið er því talsvert stórt hlutfall síma er í umferð sem teljast ekki til snjallsíma en tengjast netinu. Smíði snjallsímaforrita á líka fyllilega rétt á sér fyrir ýmsa þjónustu þar sem notendaupplifun er ráðandi þáttur í að halda í og sækja nýja viðskiptavini.

Á þessu ári munum við sjá verulega aukningu í skalanlegum vefjum og enn meiri á næsta ári. Það mun koma mér verulega á óvart ef mikill meirihluti nýrra vefja á næstu 12 mánuðum verða ekki responsive eða skalanlegir.

Andy Clarke, vefhönnuður, segir að ef vefhönnuðir taka ekki mið af þessari þróun þá geti þeir ekki með réttu kallað sig vefhönnuði. Í þessari frábæru gagnvirku upplýsingagrafík sem er fengin frá Template Monster er kostum skalanlegrar vefhönnunar lýst. Auk þess má finna þarna tengla í gagnlegt efni og rökstuðning fyrir því að fara þessa leið. Myndin talar sínu máli.

Responsive Web Design
Via: TemplateMonster.com

 

* Fúnksjón vefurinn er ekki skalanlegur en býður upp á farsímaútgáfu.

One Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.