Það reynist sumum vefstjórum erfitt að sinna markaðsmálum samhliða vefstjórastörfum. Þar spilar inn í að vefstjórar eru gjarnan “introvertar” og markaðsstarf krefst þess að þeir séu “extrovertar”. Ég held að það gildi um stóran hluta vefstéttarinnar að hún vill vinna sín verk í friði og kallar ekki á athygli. En…
Jólakveðjan sem gæti borgað sig að lesa til enda
Fúnksjón vefráðgjöf óskar dyggum fylgjendum, viðskiptavinum og öllum öðrum gleðilegrar hátíðar. Þetta hefur verið gott vefár. Jákvæðar breytingar hafa átt sér stað. Ekki bara með stofnun Fúnksjón vefráðgjafar (!) heldur svo miklu meira og betra. Í árslok mun ég gera upp vefárið og í upphafi nýs árs mun ég gefa…
Innri samfélagsmiðlun snýst um fólk – ekki kerfi
Hvaða fyrirheit getur fundur með yfirskriftinni „Samvinna starfsmanna með innri félagsmiðlum og aldamótakynslóðin“ gefið? Kannski félagsfræði upplýsingatækninnar? Nei, þegar betur var að gáð þá var fundurinn um samfélagsmiðlun í fyrirtækjum. Eitthvað fyrir mig, áhugamann um innri vefi og bætta upplýsingamiðlun í fyrirtækjum. Svo ég skráði mig. Fundurinn var á vegum Ský…
Íslensku vefverðlaunin 2013: Tækifæri lítilmagnans?
Það styttist í uppskeruhátíð vefiðnaðarins sem verður haldin 31. janúar 2014. Það er um að gera að taka daginn strax frá og ekki síður að muna að senda inn tillögur fyrir 10. janúar. Vandið umsóknir ykkar, ekki bíða með að senda inn fram á síðasta dag. Það er búið að…
Flokkunaræfing (card sorting) í undirbúningi vefverkefna
Í nýlegri grein fjallaði ég um notkun viðtala í undirbúningi vefverkefna og minntist þá lítillega á æfingu sem ég kýs að kalla flokkunaræfingu en kallast card-sorting á ensku. Mig langar að fjalla nánar um þessa aðferð en hana nota ég í auknum mæli í verkefnum. Aðferðin er í senn einföld…
6 spora kerfið til bættrar vefheilsu
Á ráðstefnu Ríkiskaupa 7. nóvember fékk ég tækifæri til að flytja erindi um opinbera vefi. Ég kaus að kalla erindið „Betri opinberir vefir“ og hnýtti aftan við heitið „6 spora kerfið til bættrar vefheilsu“. Þessi grein er unnin upp úr erindinu og hægt er að skoða glærurnar hér á síðunni…
Viðtöl í undirbúningi vefverkefna
Í viðleitni minni að gera vefi betri og notendamiðaðri er ég farinn að tileinka mér fleiri aðferðir í notendarannsóknum. Í þessari grein fjalla ég um viðtöl við notendur og hagsmunaaðila (starfsmenn) en þetta er aðferð sem skilar miklum ávinningi þó hún henti ekki í öllum tegundum vefverkefna. Í viðtölum fáum…
Mýtan um dýrar og tímafrekar notendaprófanir á vef
Ein af mýtunum á vefnum er að notendaprófanir séu of kostnaðarsamar og tímafrekar. Þess vegna ákveða vefteymi að sleppa prófunum enda stöðug barátta við tímafjandann og kostnað. Ég hef fullan skilning á því að vefstjórar hafa takmörkuð fjárráð en ég hef enga samúð með þeim sem halda á lofti þessari…
Erindi frá ráðstefnu EuroIA í Edinborg
Þann 27. september hélt ég svokallað “Lightning Talk” á ráðstefnu evrópskra upplýsingaarkitekta í Edinborg, EuroIA, og erindið var búddismi og notendaupplifun. Sumir lesendur kannast líklega við umfjöllun um efnið. Ég ætla að leyfa mér að gera undantekningu á blogginu og birta í fyrsta sinn færslu á ensku þ.e. lengri útgáfu af…
Fyrirgefðu ástin. Ég varð óvart nr. 1 í Google
Það má til sanns vegar færa að ég sé nokkuð reyndur í vefmálum. Það breytir því hins vegar ekki að ég get verið stundum ansi mikill amatör og hef reyndar viðurkennt á mig fúsk. En kann ég að koma vef í fyrsta sæti í Google? Tölum um leitarvélabestun. Eða ætti…