Upplifun viðskiptavina er stór þáttur í velgengni fyrirtækja og þar leikur vefurinn lykilhlutverk því þar er oft fyrsta (jafnvel eina) snerting viðskiptavinar við fyrirtækið. Mobile þróunin mun hafa mikil áhrif á upplifun viðskiptavina. Afar spennandi tímar eru framundan á vefnum. Stóraukin umferð í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur breytir upplifun viðskiptavina…
Umdeildir riddarar leitarvélabestunar
Paul Boag hristi rækilega upp í umræðu um nytsemi leitarvélabestunar (SEO) með grein sem birtist hjá Smashing magazine í desember. Ég hef áður fjallað um þetta efni á sömu nótum og Paul gerir og fagna því þessari grein. Þar varaði Paul við agressívri leitarvélabestun og riddurum hennar. Óhætt er að…
Ertu hrokafullur eða samúðarfullur vefstjóri?
Hroki er höfuðsynd í vefstjórn. Til að ná árangri í vefstjórn er nauðsynlegt að byggja upp þekkingu. Skoðanir eru fínar en þær skila ekki miklum árangri. Fáfræði um viðfangsefnin, notendur, viðskiptavini, strauma og stefnur leiðir vefstjóra á villigötur. Vefstjórar þurfa að hafa áhuga á viðfangsefninu, hafa skilning og samúð með…
11 heilræði fyrir vefstjóra 2013
Árið 2012 var ágætis ár fyrir vefinn eftir heldur mögur ár frá hruni. Án þess að hafa áreiðanlega tölfræði þá virðist manni nýjum vefjum hafa fjölgað mun meira árið 2012 en undanfarin ár. Vefiðnaðurinn er líklegur til að eflast á næstu árum þar sem höfuðviðfangsefnið verður aðlögun vefja að snjallsímum…