Athugið! Fúnksjón vefráðgjöf hætti starfsemi 1. ágúst 2019
Vandi flestra vefja snýr að efninu. Við vanmetum mikilvægi þess, ekki síst skrifa og ábyrgðar á efni.
Ef þér er umhugað um leitarvélabestun þá áttu að gera orðin að þínu öflugasta vopni. Vel uppfærður vefur með gæðaefni, regluleg skrif og bloggfærslur hafa ótvíræð áhrif á sýnileika í leitarvélum.
Ég hef ritað heilmikið um skrif fyrir vefinn, nytsemi og fleira. Skoðaðu skrifin.
Greinaskrif / blogg
Ef þú ætlar að ná árangri í leitarvélabestun þá nærðu bestum langtímaárangri með orðum. Ég hjálpa þér með skrif og koma upp bloggi. Það skilar árangri.
Upplýsingaarkitektúr
Stundum þarf ekki annað en að yfirfara efni vefsins til að ná settum markmiðum. Lykilatriði er að búa til lýsandi tengla og finna réttu orðin sem leiða notendur áfram.
Úthýsing á efni
Það getur verið skynsamlegt að úthýsa verkefnum frekar en að ráða starfsmann. Ef þú vil úthýsa efninu á vefnum í heild sinni eða hluta þá skulum við setjast niður og finna gott fyrirkomulag sem hentar báðum aðilum.
Notendaupplifun
Ef þú vilt að fólk komi oftar en einu sinni á vefinn þinn þarf hann að bjóða upp á ánægjulega notendaupplifun. Lykilatriðið er að kanna hug notenda til vefsins t.d. með einföldum notendaprófunum. Vefurinn þarf að hafa gott skipulag og upplýsingaarkitektúr.
Efnismaðurinn – hreinlæti á vef
Efnismaðurinn er mín viðleitni til að bæta þrif á vefnum. Fylgið leiðbeiningum hans um hreinlæti. Verið þó fyrst viss um að einhver þörf sé fyrir efnið áður en þið setjið það inn.
Teikning: Dagur Sölvi Sigurjónsson
Eigum við samleið?
Hringdu 666 5560 eða sendu línu á sjon@funksjon.net
Uppfært 1. ágúst 2017
One Comment