Ný nálgun í vefmálum er boðuð hjá Fúnksjón vefráðgjöf sem nýlega hóf starfsemi. Fúnksjón vill auka virðingu fyrir efni á vef, efla fræðslu fyrir vefstjóra og hvetja til breyttrar forgangsröðunar í vefverkefnum.
Helsta þjónusta sem Fúnksjón veitir:
- Styrkja vefstjóra í starfi með námskeiðum og fræðslu
- Aðstoða fyrirtæki við mótun vefstefnu, vefgreiningar og skipulag vefja
- Veita ráðgjöf við skrif fyrir vef, upplýsingaarkitektúr og notendaupplifun
- Bjóða upp á ráðgjöf við uppbyggingu innri vefja
Af hverju vefráðgjöf?
Menntun er ábótavant í vefgeiranum. Fólk „lendir“ í því að verða vefstjórar, fá vefinn í fangið án þess að hafa þekkingu eða reynslu til að takast á við verkefnið. Ég vil styrkja vefstjóra í starfi með námskeiðum og fræðslu.
Vefurinn er ungur. Fram til þessa hefur megin áherslan verið lögð á hönnun og tækni. Lítil virðing verið borin fyrir efni á vef þrátt fyrir að flestir viðurkenni mikilvægið í orði. Það er tvennt ólíkt að skrifa fyrir vef og aðra miðla. Ég vil breyta þessu og efla virðingu fyrir efni á vef.
Fallega hannaður vefur er ekki trygging fyrir góðri notendaupplifun. Hann verður að leysa verkefnin sem notendur komu til að leysa. Til þess þarf yfirlegu, greiningu á lykilverkefnum, kynnast notendum, vanda val á tenglum og textaskrif. Ég aðstoða fyrirtæki við að hugsa vefinn út frá notandanum.
Vefir eru almennt stefnulausir. Fyrirtæki skilgreina ekki markmið með vefnum. Vefstjórar eru gjarnan störfum hlaðnir og oft með vefinn í hlutastarfi. Hafa lítinn tíma í greiningarvinnu og rýna í samkeppnina. Ég aðstoða fyrirtæki við að ná meiru út úr vefnum og setja honum stefnu.
Innri vefir (innrinet) fyrirtækja njóta almennt lítillar virðingar en gegna mikilvægu hlutverki. Eru gjarnan munaðarlausir og illa hirtir. Það þarf að efla skilning stjórnenda á mikilvægi innri vefja, vanda undirbúning og þarfagreiningu. Ég get miðlað af langri reynslu af innri vefs verkefnum.
Ofangreindar ástæður eru hvatinn að því að segja upp góðu starfi og hefja eigin vefráðgjöf. Markmiðið er að aðstoða fyrirtæki, félög og stofnanir að bæta vefi og einfalda.
Einkunnarorð Fúnksjón eru „Gerum betri vefi“. Svo einfalt en um leið vandasamt.
Um Sigurjón Ólafsson
Að baki Fúnksjón stendur Sigurjón Ólafsson sem hefur sinnt vefstjórn frá árinu 1997. Ég hef m.a. stýrt vefmálum hjá Íslandsbanka, Kaupþingi, PricewaterhouseCoopers og Siglingastofnun. Undanfarin þrjú ár hef ég jafnframt verið stundakennari við Háskóla Íslands þar sem ég kenni vefstjórn og ritstjórn á vef. Frá 2010 hef ég skrifað reglulega greinar og miðlað fróðleik um vefmál.
Ég held reglulega fyrirlestra og var nýlega boðið að vera með kynningu á árlegri ráðstefnu evrópskra upplýsingaarkitekta, Euro IA, í Edinborg í september. Þar mun ég halda fyrirlestur um tengsl búddisma og notendaupplifunar á vef.
Nánari upplýsingar í síma 666 5560 eða sigurjono@gmail.com.
4 Comments