Það hefur lítið farið fyrir umræðu um upplýsingaarkitektúr á Íslandi. Reyndar man ég aðeins eftir einum Íslendingi sem hefur stundað nám í þessari fræðigrein (en eru vafalaust fleiri) og lét að sér kveða um skamma hríð. Í Evrópu og Bandaríkjunum eru öflug samfélög í kringum þessa fræðigrein en upphaf hennar…
Nærðu sambandi við notendur vefsins?
Ein mesta áskorun sem ég hef fengist við í starfi vefstjóra síðastliðin 15 ár er að fá viðbrögð frá notendum. Það er eins og það þurfi að draga fram skoðanir og viðbrögð þeirra með töngum. En loksins, loksins er komin aðferð sem skilar nokkrum árangri. Notendur læðast um í myrkinu…
Ertu háseti eða skipstjóri á þínum vef?
Margir vefstjórar kannast líklega við þá upplifun að vera eins og háseti á eigin skipi. Að hafa ekki fullt umboð til athafna. Getið þið ímyndað ykkur skip þar sem enginn skipstjóri er um borð en stýrimenn skipta jafnvel tugum og gefa skipanir í allar áttir? Á fleyinu vinnur svo harðduglegur…
Fyrirtæki á Facebook: Láttu líka við þig!
Fyrirtæki sem vilja nýta sér samfélagsmiðla í þjónustu og markaðssetningu þurfa að þekkja vel grundvallaratriðin áður en haldið er af stað. Það er auðvelt að gera mistök og stundum geta einföld mistök haft vondar afleiðingar. Vefstjórar sem bera gjarnan ábyrgð á Facebook síðum sinna fyrirtækja þurfa því að þekkja þessi…
Á vefnum þarf fókus og einfaldleika
Á vefnum er mikilvægt að vinna að stöðugum umbótum og í átt að einfaldleika. Steve Jobs, forstjóri Apple, hafði þessi gildi í heiðri í sinni vöruþróun.* Ein megin lífsspeki Steve Jobs, forstjóra Apple, á vel við á vefnum. Þessi speki, eða mantra, kemur úr Zen Búddisma og snýst um fókus…
Almenn skynsemi lykilþáttur í starfi vefstjóra
Starf vefstjóra krefst yfirgripsmikillar þekkingar en er samt ekki sérfræðingsstarf. Vefstjóri er ekki útlærður í neinu fagi en þarf að þekkja mörg svið og hafa fjölbreytta hæfileika. Fyrst og síðast snýst starf vefstjórans um almenna skynsemi. Ef þú hefur hana ekki þá er starfið ekki fyrir þig. Heimilislæknir en ekki…
Vefurinn fær uppreisn æru
Vefstjórar kvarta gjarnan undan því að erfitt reynist að sannfæra stjórnendur um mikilvægi þess að halda úti öflugum vef með þeim mannskap, fjármagni og umgjörð sem honum ber. Leiðir sem ég hef talað fyrir er að vitna í skrif sérfræðinga, fá óháða ráðgjafa til vitnis og nota auðvitað eigin sannfæringarkraft….
Tælandi viðmótshönnun
Hvað er það sem fær fólk til að smella og drífur fólk áfram á vefnum? Til að komast að því verðum við að þekkja notendur og hafa nokkurn skilning á sálfræði og mannlegri hegðun. Leiðir til að hafa áhrif á hegðun notenda á vefnum eru m.a. að gera hlutina meira…
Notendamiðuð hönnun: 6 stig upplifunar
Ég hef verið að glugga í tvær bækur sem fjalla um upplifun notenda og viðmótshönnun eða notendamiðaða hönnun. Báðar hafa vakið mig til umhugsunar um nálgun í vefhönnun. Hvað skiptir máli þegar við hönnum og skipuleggjum vefi? Önnur þeirra er hin klassíska Design of Everyday Things eftir Donald E. Norman,…
A/B prófanir: Bylting í vefþróun?
Líklega gera fáir sér grein fyrir því að þegar þeir heimsækja vefi eins og Amazon, Netflix, eBay eða Google að þeir fá mögulega upp aðra útgáfu en næsti maður. Um nokkurt skeið hafa stórfyrirtæki sem byggja afkomu sína á netinu notast við svokallaðar A/B prófanir til að hámarka árangur sinn. Í A/B…