Bókin um vefinnBókin um vefinn er hugsuð sem handbók fyrir þá sem sinna vefstjórn, reynda vefstjóra sem og nýliða í vefumsjón.

Vefstjórar hafa orðið út undan þegar kemur að fræðslu í vefgeiranum, jafnt hér á landi sem erlendis. Þörfin er hins vegar mikil þar sem vefstjórnendur fá yfirleitt vefinn í fangið án nauðsynlegrar þjálfunar og fræðslu. Bókin um vefinn er viðleitni til að mæta þessari þörf.

Ég, Sigurjón Ólafsson, er höfundur bókarinnar og hef unnið við vefstjórn frá 1997. Í dag rek ég eigin ráðgjöf, Fúnksjón, kenni við Háskóla Íslands og miðla fróðleik um vefmál á funksjon.net.

Útgefandi er Iðnú bókaútgáfa.

Bókin er til sölu í eftirfarandi verslunum:

Bókin er eingöngu til í prentaðri útgáfu.

Kafli úr bókinni:

Umsagnir

Jón Heiðar Þorsteinsson, markaðsstjóri 

Að mínu mati er hér um algjöra skyldulesningu fyrir þá sem vilja nýta þau ótal tækifæri sem vefurinn býður fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum í upplýsingamiðlun, markaðsmálum og þjónustu. Að öðrum ólöstuðum þá er kaflinn sem fjallar um undirbúning vefverkefna sá mikilvægasti í bókinni enda er undirbúningurinn sá þáttur sem oftast vantar í íslensk vefverkefni með tilheyrandi glundroða, tímasóun og aukakostnaði.

Nathalía Druzin Halldórsdóttir verkefnastjóri og söngkona

Vel skrifuð bók um umfangsmikið efni – bókin er mjög vel sett upp, með praktískar lausnir og frábær dæmi. Það er meira að segja fullt af húmor í bókinni!

Margrét V. Helgadóttir, vefstjóri 

Bókin um vefinn er frábær handbók fyrir alla þá sem starfa að vefmálum og vilja gera góða vefi. Hún varpar góðri sýn á hið flókna vinnumhverfi vefstjóra og bendir á lausnir til að leysa algeng vandamál. Bókin er kærkomin fagbók, uppfull af góðum ráðum og verkfærum sem nýtist reynsluboltum sem nýliðum í vefstjórn. Vonandi bara fyrsta bókin af mörgum!

Heiðar Örn Arnarson, vefstjóri 

Loksins kemur út bók á Íslandi sem skilgreinir starf vefstjórans betur og er um leið leiðarvísir til að búa til betri vefsíður. Frábært verkfæri fyrir metnaðarfulla vefstjóra.

Jóhanna Símonardóttir, framkvæmdastjóri Sjá

Frábær bók og löngu tímabært að fá svona bók um vefinn á íslensku. Sigurjón gerir þessu mjög góð skil, bæði efnislega og svo er hann virkilega góður penni. Mæli með þessari bók!

Guðný Hildur Danivalsdóttir, vefstjóri 

Loksins er komin fagleg handbók um vefinn. Sigurjóni tókst að gera bók sem er í senn yfirgripsmikil, auðlesin og áhugaverð. Skyldueign fyrir alla metnaðarfulla vefstjórnendur og vefumsjónaraðila. Þetta er bók sem mun lifa um ókomin ár.

Arna Guðmundsdóttir, læknir

Bókin um vefinn er bæði auðlesin og skemmtileg aflestrar. Mér finnst mikilvægt að íslenskir læknar hugi betur að fræðslu á netinu og einnig kynningu á sinni menntun, starfsreynslu og faglegum áhugasviðum til upplýsingar fyrir sjúklinga sína. Þetta má gera ýmist með góðum vef eða upplýsingum á samfélagsmiðlum og því mikilvægt að kunna einhver skil á vefmálum. Mér fannst kaflinn um markaðssetningu mjög góður og eins kafli um þýðingu innri vefsins. Það komst vel til skila í bókinni að góður undirbúningur er aldrei ofmetinn. Gagnleg og þörf bók!

Kristín Jóna Þorsteinsdóttir, vefstjóri 

Loksins, loksins, er komið handrit að starfi mínu undanfarin ár. Verð að viðurkenna að eftir því sem ég las meira, þá brosti ég alltaf meira og meira inní mér. Loksins talar einhver um það sama og ég hef verið að tala um og um leið góður leiðarvísir fyrir mig að nálgast starfið mitt á betri hátt og verða betri vefstjóri.

 

Uppfært 5. janúar 2018

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.