Á UT messu 7. febrúar 2014 hélt ég erindi um breska ríkisvefinn gov.uk og freistaðist að svara spurningunni hvort þetta væri leið fyrir Ísland? Svarið er já, íslensk stjórnvöld eiga hiklaust að skoða bresku leiðina og stuðla þannig að stórbættri rafrænni þjónustu og betri nýtingu fjármagns. Hér má finna upptöku…
Þarf vefstjóri að vera „góður í tölvum“?
Vefstjóri þarf ekki að búa yfir yfirgripsmikilli tækniþekkingu, það er misskilningur. En hann þarf að tileinka sér lágmarksþekkingu og ekki síst þekkja grundvallaratriðin í HTML og lykilhugtök til að geta átt samskipti við tæknimenn. Því verður seint haldið fram að ég sé mikill tæknimaður og verð líklega aldrei. Lengst af…
Vefannáll 2013
Árið 2013 var gott vefár, betra en mörg ár þar á undan. Og það er bjart framundan, mörg teikn á lofti með það. Í þessari grein geri ég upp árið í vefannál. Ekki vísindalega eða í réttri tímaröð. Meira persónulega. Fyrir hvað verður ársins minnst? Ekki bara eitt en þó…
Innri samfélagsmiðlun snýst um fólk – ekki kerfi
Hvaða fyrirheit getur fundur með yfirskriftinni „Samvinna starfsmanna með innri félagsmiðlum og aldamótakynslóðin“ gefið? Kannski félagsfræði upplýsingatækninnar? Nei, þegar betur var að gáð þá var fundurinn um samfélagsmiðlun í fyrirtækjum. Eitthvað fyrir mig, áhugamann um innri vefi og bætta upplýsingamiðlun í fyrirtækjum. Svo ég skráði mig. Fundurinn var á vegum Ský…
Flokkunaræfing (card sorting) í undirbúningi vefverkefna
Í nýlegri grein fjallaði ég um notkun viðtala í undirbúningi vefverkefna og minntist þá lítillega á æfingu sem ég kýs að kalla flokkunaræfingu en kallast card-sorting á ensku. Mig langar að fjalla nánar um þessa aðferð en hana nota ég í auknum mæli í verkefnum. Aðferðin er í senn einföld…
6 spora kerfið til bættrar vefheilsu
Á ráðstefnu Ríkiskaupa 7. nóvember fékk ég tækifæri til að flytja erindi um opinbera vefi. Ég kaus að kalla erindið „Betri opinberir vefir“ og hnýtti aftan við heitið „6 spora kerfið til bættrar vefheilsu“. Þessi grein er unnin upp úr erindinu og hægt er að skoða glærurnar hér á síðunni…
Erindi frá ráðstefnu EuroIA í Edinborg
Þann 27. september hélt ég svokallað “Lightning Talk” á ráðstefnu evrópskra upplýsingaarkitekta í Edinborg, EuroIA, og erindið var búddismi og notendaupplifun. Sumir lesendur kannast líklega við umfjöllun um efnið. Ég ætla að leyfa mér að gera undantekningu á blogginu og birta í fyrsta sinn færslu á ensku þ.e. lengri útgáfu af…
Fyrirgefðu ástin. Ég varð óvart nr. 1 í Google
Það má til sanns vegar færa að ég sé nokkuð reyndur í vefmálum. Það breytir því hins vegar ekki að ég get verið stundum ansi mikill amatör og hef reyndar viðurkennt á mig fúsk. En kann ég að koma vef í fyrsta sæti í Google? Tölum um leitarvélabestun. Eða ætti…
Hinn stóri misskilningur um vefstjórastarfið
Þeir sem vinna við vefstjórn eiga stundum erfitt með að útskýra í hverju starf þeirra felst. Það eru ýmsar ranghugmyndir í gangi og víða vantar upp á skilning og virðingu fyrir starfi vefstjórans. Það er okkar að fræða og breyta þessu en verum þolinmóð. Starf vefstjórans er tiltölulega nýtt starfsheiti…
Vefstefna á ekki heima í skúffu
Af minni reynslu eru svo til allir vefstjórar í vandræðum með vefstefnu. Það reynist oft erfitt að finna tíma til að móta vefstefnu þó ásetningurinn sé góður. Mikilvægi hennar er líka vanmetið. Fyrir vefstjóra er hún mikilvægt haldreipi þegar hagsmunaaðilar gerast of ágengir í að stjórna vefnum út frá eigin…