Frábær vefur segir þér hver lykilverkefnin eru um leið og þú lítur á vefinn. Viðskiptavinir vilja ekki þurfa að hugsa. Þeir eru komnir til að leysa verkefni, mættir á vefinn þinn og hann verður að aðstoða þá við að leysa verkefnin, bæði fljótt og vel. Þolinmæði þeirra er afar takmörkuð….
Fyrsta sæti í Google? Ekkert mál!
Gera má ráð fyrir því að allir sem reka vefi hafi það markmið að vefurinn finnist ofarlega í leitarvélum. Google gefur ítarlegar og góðar leiðbeiningar í þessum efnum sem ég hvet lesendur til að kynna sér. Fjöldinn allur af ráðgjöfum gefur sig út fyrir að aðstoða vefstjóra og eigendur fyrirtækja…
Ég þoli ekki heimasíður!
Það er lenska á Íslandi að tala um heimasíðu þegar fjallað er um vefi. Ég þoli það illa, heimasíða er vitaskuld rangnefni fyrir vefi en ber sterkt vitni um hve danskan á enn sterk ítök hér á landi í tungumálinu. Danir, og reyndar Norðmenn líka, tala gjarnan um “hjemmesider” þegar…
Um samsetningu SVEF dómnefndar
Í síðustu viku voru kunngjörð úrslit Íslensku vefverðlaunanna en SVEF (Samtök vefiðnaðarins) hafa staðið fyrir þessari skemmtilegu uppskeruhátíð íslenska vefiðnaðarins í 11 ár. Í þessum pistli langar mig að skoða störf SVEF dómnefndarinnar en samsetning nefndarinnar vakti nokkra athygli mína. Ótvíræður sigurvegari var vefur Orkusölunnar en hann fékk m.a. verðlaun…
WordPress vefumsjónarkerfið
WordPress er vinsælasta vefumsjónarkerfi heims í dag. Það hefur um 200 milljón notendur og frá ágúst 2011 knýr kerfið um 22% allra nýrra vefja í Bandaríkjunum skv. Wikipedia. Þetta er mögnuð velgengni en en kerfið á sér aðeins sögu aftur til ársins 2003. Stofnandinn er hinn tæplega þrítugi Matt Mullenweg….
Skoðaðu langa hálsinn á vefnum
Gerry McGovern er vel þekktur sérfræðingur í skrifum fyrir vefinn. Hann hefur sinnt ráðgjöf um vefmál vel á annan áratug, gefið út bækur og haldið úti reglulegum pistlum um vefmál, skrifum fyrir vefinn og umfjöllun um nytsemi á vefnum. Þrátt fyrir að Gerry hafi verið lengi að þá hef ég…
Snjallsímaforrit, farsímavefur eða hvað?
Vefstjórar um allan heim vita ekki í hvorn fótinn þeira eiga að stíga þessa dagana gagnvart hinni örri þróun í sölu á snjallsímum. Er málið að rjúka til og smíða snjallsímaforrit (app), er nóg að setja upp farsímavef eða er núverandi vefur okkar að fulnægja okkar þörfum. Eigum við kannski…
Stóraukin netumferð með farsímum
Því er spáð að árið 2014 verði umferð á netinu orðin meiri með farsímum en í gegnum hefðbundna tölvu. Nýjustu sjallsímar eru auðvitað lítið annað en smækkuð mynd af tölvu. Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki taka mið af þessari þróun og eru farin að þróa farsímavefi og sum hver snjallsímaforrit eða…
Vefstjórinn og tækniþekkingin
Í auglýsingum um starf vefstjóra er yfirleitt ekki gerð sterk krafa um tæknikunnáttu en þó er talið til tekna að þekkja til vefumsjónarkerfa, myndvinnsluforrita auk annarra nauðsynlegra þátta eins og tungumálaþekkingar. Ég er sjálfur ekki mikill tæknikall og þaðan af síður tækjafrík. Það hamlar mér lítið sem ekkert í starfi að…
Kröfulýsing í vefverkefnum
Vinna sem er lögð í undirbúning vefverkefna verður aldrei ofmetin. Hún skilar sér alltaf. Það er ekki hægt að stytta sér leið með því að vaða beint í verkefnið án undirbúnings. Það gildir í raun um alla skapaða hluti hvort sem þið eruð að smíða hús, mála íbúðina eða elda…