Okkur ber siðferðisleg skylda til að taka tillit til aðgengis á vefnum. Það eru einnig sterk fjárhagsleg rök að baki og bráðum knýr réttvísin dyra með lagasetningu. Ekki má gleyma stækkandi hópi notenda snjalltækja sem glíma við aðgengisvandamál á degi hverjum. Þrátt fyrir þessi sterku rök mæta aðgengismál gjarnan afgangi…
Getur ítölsk matargerð bætt íslenska vefmenningu?
Ég er einfaldur maður með einfaldar þarfir en ég lifi og hrærist í heimi sem verður sífellt flóknari. Hugmyndir koma til mín úr ýmsum áttum. Í þessari grein langar mig að segja frá því hvernig ítölsk matargerð hefur styrkt mig í trúnni á einfaldleikann á vefnum. Um leið og ég…
6 spora kerfið til bættrar vefheilsu
Á ráðstefnu Ríkiskaupa 7. nóvember fékk ég tækifæri til að flytja erindi um opinbera vefi. Ég kaus að kalla erindið „Betri opinberir vefir“ og hnýtti aftan við heitið „6 spora kerfið til bættrar vefheilsu“. Þessi grein er unnin upp úr erindinu og hægt er að skoða glærurnar hér á síðunni…
Viðtöl í undirbúningi vefverkefna
Í viðleitni minni að gera vefi betri og notendamiðaðri er ég farinn að tileinka mér fleiri aðferðir í notendarannsóknum. Í þessari grein fjalla ég um viðtöl við notendur og hagsmunaaðila (starfsmenn) en þetta er aðferð sem skilar miklum ávinningi þó hún henti ekki í öllum tegundum vefverkefna. Í viðtölum fáum…
Mýtan um dýrar og tímafrekar notendaprófanir á vef
Ein af mýtunum á vefnum er að notendaprófanir séu of kostnaðarsamar og tímafrekar. Þess vegna ákveða vefteymi að sleppa prófunum enda stöðug barátta við tímafjandann og kostnað. Ég hef fullan skilning á því að vefstjórar hafa takmörkuð fjárráð en ég hef enga samúð með þeim sem halda á lofti þessari…
Verður 2013 ár notandans á vefnum?
Nýleg hönnunarverðlaun til gov.uk. kunna að vera tákn um breytta tíma í vefþróun. Mér kæmi ekki á óvart ef ársins 2013 yrði minnst fyrir það að það var þá sem áherslur breyttust á vefnum. Ár notandans gekk í garð. Vefurinn er varla tvítugur Veltið þið því stundum fyrir ykkur hve…
Er mál til komið að handskrifa vefi?
Orðavaðall er ein mesta ógnin við góða upplifun á vef. Það er svo auðvelt að skrifa langlokur og láta móðan mása við lyklaborðið. Við gefum okkur ekki tíma til að vinna textann. “Ég hefði skrifað styttra bréf en ég hafði ekki tíma í það” Þessi tilvitnun er höfð eftir franska…
Nærðu sambandi við notendur vefsins?
Ein mesta áskorun sem ég hef fengist við í starfi vefstjóra síðastliðin 15 ár er að fá viðbrögð frá notendum. Það er eins og það þurfi að draga fram skoðanir og viðbrögð þeirra með töngum. En loksins, loksins er komin aðferð sem skilar nokkrum árangri. Notendur læðast um í myrkinu…
Tælandi viðmótshönnun
Hvað er það sem fær fólk til að smella og drífur fólk áfram á vefnum? Til að komast að því verðum við að þekkja notendur og hafa nokkurn skilning á sálfræði og mannlegri hegðun. Leiðir til að hafa áhrif á hegðun notenda á vefnum eru m.a. að gera hlutina meira…
Notendaprófanir eru besta fjárfestingin
Á hverju ári þurfa flestir sem stýra vefsvæðum að leggja niður fyrir sér hve mikið á að fjárfesta í vefmálum. Vefstjórar í meðalstórum og stærri fyrirtækjum eru iðulega með fleiri en einn vef undir sinni stjórn, t.d. innranet og ytri vef. Til að geta unnið almennilega áætlanagerð þarf að liggja…