WordPress er vinsælasta vefumsjónarkerfi heims í dag. Það hefur um 200 milljón notendur og frá ágúst 2011 knýr kerfið um 22% allra nýrra vefja í Bandaríkjunum skv. Wikipedia. Þetta er mögnuð velgengni en en kerfið á sér aðeins sögu aftur til ársins 2003. Stofnandinn er hinn tæplega þrítugi Matt Mullenweg….
Verkfærakista vefstjórans – undirbúningur verkefna
Við undirbúning vefverkefna eru ýmis tól og tæki brúkleg. Hér bendi ég á nokkur þeirra. Deila vinnuskjölum Í undirbúningi vefverkefna er gott að geta deilt vinnuskjali á milli vefhönnuðar, vefstjóra, verkefnastjóra og forritara. Google Docs er bráðsniðugt í það, hægt er að deila skjali með auðveldum hætti milli þeirra sem…
Deildar meiningar um vefhönnun
Þegar kemur að því að taka ákvörðun um hvaða tillaga sé best fyrir hönnun vefs er vefstjórinn mikilvægur. Hann verður að eiga síðasta orðið en þarf jafnframt að vinna náið með vefhönnuðinum. Það býður upp á vonda niðurstöðu að ætla stórum hópi að taka ákvörðunina. Hægt er að kynna áfanganiðurstöður…
Sex grunnstoðir í smíði vefs
Í bók sinni Website owner’s manual talar Paul Boag um sex grunnstoðir í smíði og hönnun vefs. Þetta eru nytsemi, aðgengileiki, útlitshönnun, tækniþróun, “killer content” og skýr markmið. Hlutverk vefstjóra er að standa vörð um þessar stoðir og tryggja jafnvægi á milli þeirra annars getur byggingin fallið. Skoðum þessar stoðir…