Í þessum 100. pistli sem ég birti á funksjon.net langar mig að líta til baka og vera á persónulegum nótum. Ég rýni stuttlega í feril minn í vefmálum en beini fyrst og fremst sjónum mínum að vefiðnaðinum, hlutverki og hugsjónum. Af þessu tilefni hóf ég útgáfu á fréttabréfi sem ég nefni…
Ríkisstjórnin féll í upplýsingamiðlun
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur féll í upplýsingamiðlun á vorprófinu 2013. Þessi falleinkunn átti örugglega sinn þátt í að stjórnarflokkarnir guldu afhroð í kosningunum. Ný ríkisstjórn verður að draga réttar ályktanir. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi atvinnuráðherra, var í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni 2. júní. Þar fór hann yfir verk síðustu…
15 sannfæringar í vefmálum
Ég hef tekið saman 15 atriði sem ég hef sannfæringu fyrir í vefmálum. Þau ríma ágætlega við þau 15 ár (og reyndar einu betur) sem ég hef verið í vefbransanum. Eitt af því sem er svo gott við að eldast er reynslan og að geta deilt henni með öðrum. Ég…
Notendaprófanir eru besta fjárfestingin
Á hverju ári þurfa flestir sem stýra vefsvæðum að leggja niður fyrir sér hve mikið á að fjárfesta í vefmálum. Vefstjórar í meðalstórum og stærri fyrirtækjum eru iðulega með fleiri en einn vef undir sinni stjórn, t.d. innranet og ytri vef. Til að geta unnið almennilega áætlanagerð þarf að liggja…