Almenn skynsemi lykilþáttur í starfi vefstjóra

Starf vefstjóra krefst yfirgripsmikillar þekkingar en er samt ekki sérfræðingsstarf. Vefstjóri er ekki útlærður í neinu fagi en þarf að þekkja mörg svið og hafa fjölbreytta hæfileika. Fyrst og síðast snýst starf vefstjórans um almenna skynsemi. Ef þú hefur hana ekki þá er starfið ekki fyrir þig. Heimilislæknir en ekki…

Verkfærakista vefstjórans – ráðstefnur

Nauðsynlegt er fyrir vefstjóra að viðhalda þekkingu sinni. Ráðstefnur og námskeið eru góð leið til þess og ef grannt er skoðað er ýmislegt í boði þó auraráð séu takmörkuð. Margar hefðir hafa skapast í vefhönnun og grunnreglur fest sig í sessi t.d. í skrifum fyrir vefinn. Það breytir því ekki…

Orð skipta máli

Ríkissjónvarpið hefur undanfarnar vikur sýnt stórgóða þætti frá BBC sem nefnast Heimur orðanna (e. Planet Word) í umsjón Stephen Fry. Þessir þættir hafa vakið mig til umhugsunar um hvernig við metum mikilvægi orðanna í netheimum. Tungumálið og tjáning með orðum er það sem greinir mannskepnuna frá öðrum verum á plánetunni…

Verkfærakista vefstjórans

Vefstjóri, rétt eins og iðnaðarmaðurinn, þarf á verkfærum að halda í daglegum störfum. Við sem vinnum við vefstjórn erum heppin að því leyti að fjárfesting í verkfærum sligar ekki reksturinn. Þau standa nefnilega okkur til boða gjarnan án endurgjalds. Við þurfum bara að sækja þau. Á námskeiðum sem ég hef…

Hver á innranetið?

Innranetið er vandræðabarn innan flestra fyrirtækja, það er oftar en ekki illa skipulagt, lítt viðhaldið og hálf hornreka. Stjórnendur taka það gjarnan ekki nægilega alvarlega og þar með er virðing fyrir því meðal starfsmanna oft takmörkuð. Sá sem hefur umsjón með innranetinu er því oftar en ekki með verkefnið sem…

Fyrsta sæti í Google? Ekkert mál!

Gera má ráð fyrir því að allir sem reka vefi hafi það markmið að vefurinn finnist ofarlega í leitarvélum. Google gefur ítarlegar og góðar leiðbeiningar í þessum efnum sem ég hvet lesendur til að kynna sér. Fjöldinn allur af ráðgjöfum gefur sig út fyrir að aðstoða vefstjóra og eigendur fyrirtækja…

Verkfærakista vefstjórans – alls konar

Að hafa flokk sem heitir alls konar er eiginlega annað nafn yfir óflokkað og sumir geta verið svo ósvífnir að segja ruslflokkur. En svo sannarlega er ekki um gagnslitla vefi að ræða, öðru nær. Fullt af góðgæti sem vefstjórar geta gætt sér á. Sýnikennsla  Á Treehouse vefnum má finna myndbönd um…

Verkfærakista vefstjórans – markaðsmál og sýnileiki

Það er ekki allt búið þegar vefurinn er kominn í loftið, það skiptir jú máli að einhver taki eftir honum. Prófið þessi tól til að skoða og bæta sýnileika vefsins. Google tólin Á vefnum Googlerankings má sjá stöðu vefsins í Google. Skráðu vefinn þinn hjá Google. Í Google leitarvélinni geturðu…

Verkfærakista vefstjórans – undirbúningur verkefna

Við undirbúning vefverkefna eru ýmis tól og tæki brúkleg. Hér bendi ég á nokkur þeirra. Deila vinnuskjölum Í undirbúningi vefverkefna er gott að geta deilt vinnuskjali á milli vefhönnuðar, vefstjóra, verkefnastjóra og forritara. Google Docs er bráðsniðugt í það, hægt er að deila skjali með auðveldum hætti milli þeirra sem…

Verkfærakista vefstjórans – myndvinnsla

Eitt af því sem vefstjóri þarf að hafa í vopnabúri sínu eru tól til að vinna myndir og lágmarka stærð og gæði þeirra fyrir vefinn. Ég nota Photoshop eins og svo margir en það má líka benda á minni tól sem hafa líka aðra virkni sem stóra Photoshop hefur ekki….