Fúnksjón er ráðgjöf Sigurjóns Ólafssonar. Ég aðstoða stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og félög í stafrænni umbreytingu.
Ég hef um 25 ára reynslu af stafænum verkefnum hjá hinu ríki, sveitarfélögum og einkafyrirtækjum, innlendum sem alþjóðlegum verkefnum, stórum sem smáum og allt þar á milli.
Fúnksjón starfaði frá 2013 til 2019 þegar ég tók við starfi sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs hjá Hafnarfjarðarbæ. Þar hef ég starfað að stafrænum umbreytingum síðustu árin með góðum árangri. Frá 1. febrúar 2024 verð ég ég í tímabundnu leyfi frá störfum sviðsstjóra og mun sinna ráðgjöf í fjarvinnu fram til ágúst 2024. Fjölskyldan flutti til Madridar á Spáni haustið 2023 og þar dveljum við í eitt ár.
Á síðustu árum hef ég öðlast mikla innsýn og reynslu við að stýra stafrænum umbreytingum hjá einu af stærstu sveitarfélögum landsins. Þessi reynsla getur án vafa nýst öðrum sveitarfélögum, ríkisstofnunum og í reynd hvaða fyrirtæki sem er. Ég er ennfremur reynslumikill og farsæll stjórnandi.
Stafræn ráðgjöf
Sérfræðimat og vefrýni
Fáðu auga reynslunnar á vefinn eða stöðu stafrænna umbreytinga. Í hnitmiðaðri skýrslu færðu samantekt á því sem er vel gert, öðru sem má bæta og færð ráðleggingar um næstu skref.
Undirbúningur, skipulag og endurgerð vefja
Þegar ráðist er í smíði á nýjum vef eða endurskipulag á eldri vef skiptir undirbúningur höfuðmáli. Við þurfum að kynnast notendum vefsins, rýna í þarfir þeirra og fá sjónarmið hagsmunaaðila í fyrirtækinu. Það er t.d. gert með viðtölum, notendaprófunum, flokkunaræfingum og greiningu.
Stefnumótun og skipulag
Allir vefir þurfa leiðarljós. Smíðum skýra stefnu sem allir í teyminu skilja og fara eftir. Stefnan þarf að vera í samræmi við heildarstefnu fyrirtækisins.
Samkeppnisgreining
Hér færðu yfirlit um þjónustu og frammistöðu þeirra sem þú berð þig saman við. Sett fram á skýran hátt og þú metur stöðu vefsins í framhaldi.
Fáum stjórnendur í lið
Ef árangur á að nást í stafrænni umbreytingu þá er lykilatriði að fá stuðning stjórnenda. Fáðu mig á fund og ég hjálpa þér að tryggja stuðning við verkefnið.
Workplace og Teams
Hvernig er staða á innri upplýsingamiðlun? Ertu bæði með Workplace og Teams? Jafnvel líka innri vef? Ég hef langa reynslu af innri upplýsingamiðlun og hjá Hafnarfjarðarbæ hefur hún verið tekin i gegn á síðustu árum.
Námskeið, fyrirlestrar og þjálfun
Þjálfun / leiðsögn fyrir stafræna sérfræðinga
Með reynslu af vefstjórn síðan 1997 get ég miðlað talsverðu til óreyndari vefstjóra. Góð leið til að þróast í starfi er að geta leitað í reynslubrunn og haft aðgang að þjálfara (coaching).
Námskeið og fyrirlestrar
Þarftu að fá aukinn skilning á stafrænum umbreytingum? Vantar innblástur fyrir verkefnin framundan? Gott hnitmiðað erindi sniðið að þínum þörfum gæti hentað þér.
Eigum við samleið?
Hringdu 664 5505 eða sendu línu á sjon@funksjon.net
Uppfært 1. febrúar 2024